Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Meirihlutinn fallinn
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Capacent gerði fyrir Stöð 2, er meirihlutinn í Reykjavík kolfallinn. Það kemur ekki á óvart því annar eins meirihluti hefur aldrei nokkurn tíma verið við völd í Reykjavík. Mikið er ég feginn að búa ekki í Reykjavík um þessar mundir.
Nú bíður maður bara eftir nýjum kosningum og vonar að Vinstri græn og Samfylkingin myndi meirihluta eftir þær kosningar.
Tæp 2% borgarbúa kysu F-lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Hekla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Sannur listamaður
Þegar maður skoðar fréttir hér á Morgunblaðsvefnum sér maður að lítið er bloggað um listir og menningu. Samt sem áður er menningin mikilvægur þáttur í samfélaginu okkar og alls staðar úti í hinum stóra heimi.
Þeir sem blogga ættu að vera miklu duglegri að blogga um jákvæða hluti í samfélaginu í stað þess að einblína of mikið á það sem miður fer dags daglega. Ég er þar ekkert undanskilinn.
Björk hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Þar fer listakona sem þorir og býr til tónlist sem hana langar til að gera. Hún fer sínar eigin leiðir og er með tónlistarstíl sem er engum líkur. Það verður gaman að fylgjast með henni áfram.
Björk mun syngja á mánudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Snillingurinn hann Erró
Erró er snillingur. Ef ég byggi í Reykjavík færi ég að ná mér í bók og grafíkverk eftir listamanninn. Það verður örugglega margt um manninn í Lisasafni Reykjavíkur kl. 14:00 á laugardaginn.
Erró áritar bækur og plaköt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
Gifting í Tungudal
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
Verndum Þjórsá
Ég skoðaði fyrirhugað virkjunarsvæði stjórnvalda í Þjórsá um helgina. Það er slys í uppsiglingu ef af þessu verður. Það verður fróðlegt að sjá hvort Samfylkingin spyrni við fótum eða taki þátt í stóriðjubrölti og áframhaldandi náttúruspjöllum fyrrverandi ríkisstjórnar.
Við fórum nokkur á sunnudaginn í heimboð í sumarbústaðinn Fagradal í landi Haga þar sem Landsvirkjun stefnir að því að sökkva náttúruperlum, flúðum,eyjum, klettum, og grónu landi. Hjónin Guðbjörg Friðriksdóttir og Sigurður L. Einarsson tóku vel á móti okkur og miklum fjölda gesta yfir daginn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Magnað safn
Louvre safnið í París er eitt merkilegasta listasafn sem ég hef heimsótt. Eyddi þar góðum hluta úr degi í fyrrahaust með því að skoða það á hlaupum. Þetta er það stórt safn að maður þarf að heimsækja það oft. Kíki örugglega aftur á það í maí. Safn sem allir verða að heimsækja sem fara til Parísar.
Mér þykir miður að flytja eigi hluta af því úr landi. Slæmt fyrir París en gott fyrir Abu Dhabi.
Louvre opnar útibú í Abu Dhabi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Álfa og tröllasafn á Stokkseyri
Draugasafnshöfðingjarnir með Benedikt Guðmundsson í broddi fylkingar eiga heiður skilinn fyrir frábært framtak. Það er dýrmætt fyrir sveitarfélag eins og Árborg að eiga svona framtaksamt fólk sem lætur verkin tala. Menningarverstöðin á Stokkseyri er orðið eitt merkilegasta menningarhús landsins.
Álfa og tröllasafnið er góð viðbót við Draugasafnið og öll hin söfnin á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Til hamingju!
Álfa- og tröllasafn opnað á Stokkseyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Sannkölluð hetja
Hann Egill er sannkölluð hetja. Gaman þegar börnum eru veittar viðurkenningar fyrir afrek sín. Átta ára drengur stendur sig ótrúlega vel í aðstæðum sem margir fullorðnir hefðu átt erfitt með að höndla. Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að hafa forvarnir í lagi og nauðsyn þess að þjálfa alla í skyndihjálp. Í svona aðstæðum skipta mínútur öllu máli. Til hamingju Egill!
Átta ára drengur hlaut viðurkenningu sem Skyndihjálparmaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Stríð og ofbeldi einkennir World Press Photo
Ég er áhugamaður um ljósmyndun og hef verið lengi. Ljósmyndirnar í World Press Photo eru oftast nær mjög magnaðar.
Það sem einkennir myndirnar er stríð og ofbeldi. Veruleiki sem við búum við enda eru þetta fréttaljósmyndir.
Í ár er engin undantekning þar á. Verðlaunamyndin er af ungum Líbönum í glansandi blæjubíl í bíltúr um sundurtætt hverfi í Beirút. Miklar andstæður.
Meira að segja íþróttaljósmynd ársins þarf að tengjast ofbeldi. Myndin sýnir fótboltahetjuna Zidane skalla Ítalann Marco Materazzi í bringuna. Gátu þeir nú ekki valið íþróttamannslegri mynd? Er þetta nú hinn sanni íþróttaandi?
Ljósmynd ársins tekin í Beirút | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.2.2007 kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)