Komin aftur til Jövu

Dröfn mín heldur áfram að ferðast í Indónesíu með Söru vinkonu sinni og eru þær aftur komnar til Jövu. Þær eru  núna staddar í Semarang.

Dröfn6364

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er hún stödd við Borobodur sem er eitt stærsta Búdda musteri í Suðaustur Asíu. Það var byggt á 9. öld.

 

Búdda musterið6330

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Búdda musterið í allri sinni dýrð.

 Komodo

 

 

 

 

 

 

 

 

Um daginn fóru þær út í eyjuna Rinca og í Komodo þjóðgarðinn. Þar sáu þær hina frægu Komodo dreka sem eru stærstu eðlur sem finnast í heiminum. Þær sáu nokkra dreka og voru þeir stærstu allt að 2 metrar á lengd. Myndin hér af Komodo dreka fann ég á heimasíðu þjóðgarðsins sem er;

http://www.komodonationalpark.org/

Annars er allt gott að frétta af stelpunum og næst fara þær til Ástralíu þann 21. ágúst. Það eru komnar margar nýjar myndir á heimasíðu Drafnar; http://www.dh.is/drofn/


Á slóðum Komodo dreka

 

aaa 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dröfn og Sara eru nú staddar á Flores, sem er ein af Indonesieyjunum austan vid Bali. Þær eru búnar ad leigja bát sem siglir med þær til Rinca, en þar ætla þær að leita af hinum mikla Komodo dreka.

Komodo drekar eru  konungar eðlanna, að medaltali 2 m á lengd. Drekarnir eru lífshættulegir þannig að það er eins gott að stelpurnar fari varlega.

Annars er allt gott að frétta á þeim og eru þær búnar að ferðast mikid síðustu daga eins og Dröfn segir á bloggsíðunni sinni http://www.dh.is/

Þar segir hún m.a.:

Erum bunar ad sigla mikid sidustu daga og keyra meira. Sigldum yfir til Flores og sigldum tadan yfir til Gili-eyja. Sigldum a milli Gili-eyjanna og aftur til Lombok, keyrdum a austurenda Lombok, sigldum yfir til Sumbawa. Keyrdum tvert yfir Sumbawa og sigldum hingad yfir til Flores. Ef tid hafid ahuga, endilega skodid tetta a korti. Eg vissi ekki ad tessar eyjar vaeru til adur en eg kom til Indonesiu. Satt best ad segja vissi eg eiginlega ekkert um Indonesiu adur en eg akvad ad koma hingad.

Þær eru búnar að kafa á stað sem heitir Tulamben á Bali.

,,Tulamben er ofsalega afskekktur stadur en ferdamannastraumurinn tar er haefilegur vegna 120 m skipsflaksins sem liggur i hafinu rett vid strondina. Vid fengum gistingu beint fyrir framan flakid og adeins nokkrum klst eftir ad vid maettum a stadinn hofst kofunarkennsla. "

Lesið nánar á heimasíðu Drafnar um allt sem þær sáu þegar þær köfuðu og það sem á daga þeirra hefur drifið síðustu daga.


Clapton er snillingur

474895

 

 

 

 

 

 

Eiric Clapton var ótrúlega góður í Egilshöll í kvöld. Hann er gítarsnillingur og frábær söngvari. Ég hef  hlustað á þennan góða tónlistarmann í gegnum árin og þó mest á menntaskólaárum mínum í MH. Það var því mikil upplifun að  hlusta á hann á tónleikum í kvöld spila lögin sem maður hefur hlustað á í gegnum árin. Hann er snillingur og hans hljómsveit.

Ellen Kristjánsdóttir kom mér á óvart með mörg góð lög. Skemmtileg hljómsveit sem hún bjó til fyrir tónleikana.


mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihlutinn fallinn

bilde

 

 

 

 

 

 

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Capacent gerði fyrir Stöð 2, er meirihlutinn í Reykjavík kolfallinn. Það kemur ekki á óvart því annar eins meirihluti hefur aldrei nokkurn tíma verið við völd í Reykjavík. Mikið er ég feginn að búa ekki í Reykjavík um þessar mundir.

Nú bíður maður bara eftir nýjum kosningum og vonar að  Vinstri græn og Samfylkingin myndi meirihluta eftir þær kosningar.


mbl.is Tæp 2% borgarbúa kysu F-lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dröfn í Tulamben

Í dag er Dröfn stödd í Tulamben á norður Balí. Þar ætla vinkonurnar að kafa ef tækifæri gefst til. Í gær voru þær í bæ sem heitir Ubud sem er í klukkustundar fjarlægð frá Kuta.

Hér fyrir neðan er mynd af Dröfn á eldfjallinu Bromo á austur Jövu.

IMG_6532

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 IMG_6600

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þessa mynd tók Dröfn af eldfjallinu Bromo.

IMG_6050

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er fjölskyldan hennar Söru sem býr í Semarang sem er á Jövu. Þangað fara stelpurnar aftur eftir nokkra daga. 


Eldfjallið Bromo á austu Jövu veldur blindu og köfnun

Við Ástrós vorum að spjalla við Dröfn á msn núna rétt áðan. Það er 8 klst tímamismunur þannig að þegar það er morgun hjá okkur er komið síðdegi hjá henni. Ótrúlega gaman að ,,spjalla" við hana. Ástrós fannst þetta mjög góð afmælisgjöf til sín að hitta stóru systur sína á msn inu en Ástrós er 11 ára í dag.

 400px-Semeru_Bromo_Temple

 

 

 

 

 

 

 

 

Dröfn og vinkona hennar hún Sara  Kristín eru núna staddar í Denpasar á Bali í Indonesiu. Þær eru á miklum túristastað þar sem aðallega er hvítt fólk. Mikil viðbrigði því þar sem þær hafa verið undanfarnar vikur sést varla þessi hvíti húðlitur.

aa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það tók þær tvo daga að ferðast í rútu frá Yogyakarta til Denpasar. Inni í því var ferja yfir til Bali. Á leiðinni fóru þær upp á hálendi austur Jövu og gengu upp á virkt eldfjall sem heitir Bromo. Þær fylgdust meðal annars með sólarupprás en útsýnið þaðan er víst frábært. Upp úr eldfjallagígnum kom reglulega reykmökkur þannig að þær næstum blinduðust og köfnuðu. Vonandi er þessi lýsing Drafnar aðeins ýkt. Annars veit maður aldrei eftir svaðilför hennar í frumskógi Sumötru

Dröfn var áðan á brimbretti og þótti það ekki leiðinlegt. Hún er búin að jafna sig ágætlega á matareitruninni en útbrotin eru að minnka og magapínan fór fljótt.

a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dröfn og Sara Kristín  ætla síðan að halda áfram að ferðast austur á boginn næstu daga en á þessum slóðum eru margar eyjar sem skemmtilegt er að skoða. Eftir viku eða svo munu þær svo fljúga til baka til Jakarta til ,, fjölskyldu " Söru.

 aaa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frásagnir af ferðalagi Drafnar og Söru Kristínar má finna á heimasíðum þeirra; http://www.dh.is/drofn/ og http://www.sara.is/


Finnlandsfarinn á leið heim

Hún Ástrós kemur heim frá Finnlandi í dag eftir góða heimsókn hjá Björgvin og Pirjo.  Hér fyrir neðan má sjá mynd af henni á árabát á Saima vatni. Einnig eru fleiri myndir í myndaalbúmi og enn fleiri á síðunni hans Björgvins; http://bjorgvinbjorgvinsson.blog.is

astros 43

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Kerlingarfjöll - mögnuð náttúra

Kerlingarfjöll Hveravellir 26.- 27. júlí 2008 113

Við Sjöfn skruppum í Kerlingarfjöll og til Hveravalla um helgina. Fórum með Kidda bróður hennar Sjafnar og Hrund. Magnaðir staðir sem allir verða að heimsækja ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.

Ég sem hélt að Landmannalaugar væri toppurinn varðandi náttúrufegurð. Kerlingarfjöllin eru svei mér þá ennþá fallegri staður og þá er nú mikið sagt.

Við gistum á tjaldsvæðinu á staðnum sem var alveg þokkalegt. Yndælt starfsfólk þarna enda held ég að það fari bara gott fólk að vinna á svona afskekktum stöðum, svokölluð ,,náttúrubörn".

Það var indælt að vakna við jarmandi kindur við tjaldið kl. 5:30 á sunnudagsmorgun. Það sem skemmdi fyrir náttúrukyrrðinni sem á að vera á svona stöðum var hávaðinn í díselljósavélinni og í einhverjum hópi fólks sem var þarna samankominn með íslenska hunda. Gjammið í hundunum og fólkinu langt fram á nótt á alls ekki heima á svona stöðum og er ég viss um að blessaðir hundarnir hefðu verið til friðs ef eigendurnir hefðu verið með kyrrð eftir miðnætti.


Í Finnlandi er gott að vera

astros_11

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sést Ástrós með Björgvini bróður mínum í bænum Borgå.

Þau eru búin að vera í sumarbústaðnum þeirra við Saima vatn nú um helgina. Nokkrar myndir eru komnar frá ferðinni í myndaalbúm sem heitir; Ástrós í Finnlandi sumarið 2008. Myndirnar hafa Björgvin og Pirjo tekið.

Einnig má sjá myndir á bloggsíðu Björgvins; http://bjorgvinbjorgvinsson.blog.is

 


Stærsta blóm heims

Dröfn og blóm

Hún Dröfn mín er nú stödd í Indonesiu. Um daginn fór hún til Sumötru en þar sá hún margt merkilegt eins og alls staðar þar sem hún kemur. Þegar hún var stödd  í Bukittinggi, sem er á vestur Sumötru, fór hún í fjallgögnu til að sjá stærsta blóm heims sem heitir  Rafflesia. Fjallið er fyrir ofan lítinn bæ sem heitir  Batang Palupuh en þar vex þetta blóm. Rafflesian er aðeins í blóma í 2 eða 3 daga á ári þannig að hún var mjög heppin að sjá það. Það getur orðið allt að 90 cm í þvermáli en blómið sem hún sá var um 50 cm í þvermáli.

Nú er Dröfn stödd í Semarang sem er á Jövu . Þar er hún í góðu yfirlæti ásamt Söru  vinkonu sinni. Þær eru hjá fjölskyldunni sem Sara bjó hjá þegar hún var þar skiptinmemi. Vinkonurnar halda úti bloggsíðum um ferðalagið og er mjög  áhugavert og skemmtilegt að fylgjast með þeim.


Ástrós í Finnlandi

 

astros_10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ástrós  mín er komin til Finnlands. Hún fór ein þangað til að heimsækja Björgvin og Pirjo og verður þar í eina viku. Hún fékk að vera á Saga Class og var voða ánægð með það. Hún hefur það gott hjá Björgvin og Pirjo og  fór m.a. með þeim í tívolí í Kouvola í dag. Á morgun er ferðinni heitið í sumarbústaðinn þeirra við Saima vatn sem er rétt hjá bænum Lapperanta.


Hekla

Hekla

Hér sést Kirkjuholtið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem tilheyrir Miðhúsum. Hekla í baksýn.


Sannur listamaður

Björk á tónleikum utan við óperuhúsið í Sydney á miðvikudag.

Þegar maður skoðar fréttir hér á Morgunblaðsvefnum sér maður að lítið er bloggað um listir og menningu. Samt sem áður er menningin mikilvægur þáttur í samfélaginu okkar og alls staðar úti í hinum stóra heimi.

Þeir sem blogga ættu að vera miklu duglegri að blogga um jákvæða hluti í samfélaginu í stað þess að einblína of mikið á það sem miður fer dags daglega. Ég er þar ekkert undanskilinn.

Björk hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Þar fer listakona sem þorir og býr til tónlist sem hana langar til að gera. Hún fer sínar eigin leiðir og er með tónlistarstíl sem er engum líkur.  Það verður gaman að fylgjast með henni áfram.


mbl.is Björk mun syngja á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingurinn hann Erró

Erró, Endurfæðing Nazismans.

Erró er snillingur. Ef ég byggi í Reykjavík færi ég að ná mér í bók og grafíkverk eftir listamanninn. Það verður örugglega margt um manninn í Lisasafni Reykjavíkur kl. 14:00 á laugardaginn.


mbl.is Erró áritar bækur og plaköt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gifting í Tungudal

Við Sjöfn fórum í giftingu til Ísafjarðar laugardaginn 23. júní. Það voru vinir okkar Gylfi og Sóley sem létu pússa sig saman í Tungudal í frábæru veðri. Í framhaldinu gengum við að golfskálanum þar sem mikil veisla var haldin. Frábær dagur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband