Rauða húsið á Eyrarbakka

Veitingarstaðurinn Rauða húsið á Eyrarbakka er staður sem ég mæli með. Fór þangað á föstudagskvöldið ásamt nokkrum félögum mínum úr VG í Árborg. Áttum þar ánægjulega kvöldstund saman þar sem pólitísk umræða var lögð að mestu leyti til hliðar.

Maturinn í Rauða húsinu er alltaf jafn góður. Hef farið þangað annað slagið síðustu árin og hef alltaf verið jafn ánægður með matinn og þjónustuna. Staðurinn er með heimasíðu sem vert er að skoða: http://www.raudahusid.is.

Ég bendi fólki sérstaklega á að lesa um sögu Eyrarbakka sem er mjög merkileg.  Í því samhengi bendi ég m.a. annars á heimasíðuna; http://www.eyrarbakki.is/

Verslunar- og siglingarsaga staðarins er löng.  Á fyrstu öldum byggðar á Íslandi verður þar til höfn og um 1100 verður höfnin á Eyrarbakka ein helsta höfn Suðurlands allt fram til seinni heimstyrjaldar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég hef enn ekki farið í þetta Rauða hús, fór bara nokkrum sinnum í það gamla og þar var líka góður matur.  Gangi þér allt í haginn á nýju ári, kv. Helga R.E.

Helga R. Einarsdóttir, 31.12.2006 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband