Sunnudagur, 10. desember 2006
Jólasveinarnir í heimsókn
Í gær komu jólasveinarnir á Selfoss frá Ingólfsfjalli. Skemmtilegir sveinar það. Reyndar var þetta bara stutt heimsókn í tilefni þess að verið var að kveikja á jólatrénu við Hótel Selfoss. Þeir fóru strax aftur heim til sín að því loknu. Það styttist í það að þeir fari að koma einn og einn og færa stilltum börnum eitthvað fallegt í skóinn. Vonandi hefur óþægðin í sumum í síðustu viku ekki smitast til barnanna.
Fyrr um daginn var jólafimleikasýning Fimleikadeildar Selfoss. Reyndar voru þær tvær sýningarnar, ein fyrir hádegi og ein eftir hádegi. Ástrós dóttir mín tók þátt í sýningunum sem voru mjög skemmtilegar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Facebook
Athugasemdir
Eru jólasveinarnir ekki löngu komnir Hilmar? Hvernig væri að fara að skrifa???
kv alma
Alma Lísa Jóhannsdóttir, 15.12.2006 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.