Sunnudagur, 14. desember 2008
Stóra stelpan mín er komin heim
Dröfn kom í nótt heim úr heimsreisu sinni. Dagur og Hjördís sóttu hana út á flugvöll. Hún er búin að vera á flækingi síðan í júní og því kærkomið að fá hana aftur. Í tilefni þess að týnda dóttirin er komin var lambi slátrað, sett í reykkofann og verður snætt í kvöld.
Ástrós vissi ekki af komu systur sinnar. Enda var hún búin að biðja um að það ætti að koma sér á óvart þegar hún kæmi. Það gerði það svo sannalega.
Þegar Dröfn kom um 1 leytið læddist hún inn til systur sinnar, fór á hnén við rúmgaflinn hjá henni þar sem hún steinsvaf. Reyndi að vekja hana. Eftir dágóða stund rumskaði hún , opnaði augun, leit á Dröfn, snéri sér frá henni, rótaði eitthvað í koddanum sínum, settist síðan upp, gapti undrandi í dágóða stund og leit svo aftur á systur sína. Þá var eins og hún væri búin að átta sig á hlutunum og almennilega vöknuð og knúsaði þá systur sína brosandi út að eyrum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.