Ég fór í fallhlífarstökk

á Nýja Sjálandi í fyrradag.

Getur það annars verið?

Var mig að dreyma?

Var þetta ímyndun?

Nei ekkert af þessu.

Fallhlífarstökk2

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var hún Dröfn mín sem var svona hugrökk. Hér sést hún svífa til jarðar ásamt kennaranum.

"Það tók næstum 20 mínútur að fljúga upp í 12.000 feta hæð og ég naut útsýnisins á meðan. Fannst við fara rosa hátt upp. Ég var furðulega lítið stressuð. ...

...Svo voru þeir komnir út og ég hélt í axlarböndin  og horfði niður...langt niður...í gegnum skýin og á landslagið fyrir neðan. Hafði engan tíma til að hugsa neitt mikið en þetta var mjög brjálað. Allt í einu vorum við komin út úr vélinni og ég hallaði  höfði  og lyfti mjöðmum og við snerumst í hring aftur á bak.... Ég var ja..mjög hissa ..frekar æst... skildi hvorki upp né niður. .... mér leið eins og kinnarnar væru að fjúka af andlitinu...."

Ef ég væri á Drafnar aldri gæti ég alveg hugsað mér að gera svona... eða hugsað um það... ekki lengur. Frásögn hennar er á  www.dh.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha...

Eg elska tig pabbi:*

Drofn (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:44

2 Smámynd: Hilmar Björgvinsson

En gaman að fá svona fallega athugasemd.   Ég elska þig duglega stelpa.  Kveðja frá Íslandi. Þinn pabbi.

Hilmar Björgvinsson, 15.10.2008 kl. 18:54

3 identicon

Sæll Hilmar

lífið er fallhlífarstökk,

maður veit aldrei hvernig maður lendir

hvenær maður lendir

eða hvort að maður lendir

bestu kveðjur 

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband