Sunnudagur, 12. október 2008
Laxveiði í Þjórsá
Við Sjöfn fórum upp í sveit í gær. Það var alveg frábært veður og það er óhætt að segja að Miðhús í Gnúpverjahreppi er fallegasti staður á landinu.
Veiðin í Þjórsá var með ágætum þetta árið. Hún verður það örugglega áfram þar til Landsvirkjun eyðileggur ána með virkjunum sínum í neðri hluta Þjórsár. Að sjálfsögðu á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að hætta við þessar framkvæmdir. Er ekki kominn tími til að hlusta á aðvörunarorð fólks gagnvart vikjunaráformum og einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar.
Síðasta dag veiðitímabilsins drógum við þrjá sjóbirtinga á land 2 - 4 punda og einn stóran lax. Sjöfn fékk 14 punda hæng á spún sem var 91 cm langur. Ótrúlegt flykki sem tók aðeins 10 mínútur hjá henni að landa.
Tveir gapandi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:05 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er glæsilgur lax sem Sjöfn veiddi. Til lukku! Ég sýndi Pirjo myndirnar og leist henni vel á þetta. Kær kveðja frá Finnlandi, Björgvin ……..P.S. Hilmar ég sé að þú ert alltaf jafn hress og slærð á létta strengi, alveg á sama hátt og ég geri hér í Finnlandi, sérstaklega á meðal finnskra samkennara minna. Kv.Björgvin
Björgvin Björgvinsson, 13.10.2008 kl. 19:26
Já Björgvin, þetta er enginn smálax. Annars eru allir ,,stórlaxarnir" á Íslandi að deyja út. Þeir fá ekki að leika sér í útrásarleiknum lengur og nú tekur alvaran við.
Hilmar Björgvinsson, 14.10.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.