Komin aftur til Jövu

Dröfn mín heldur áfram að ferðast í Indónesíu með Söru vinkonu sinni og eru þær aftur komnar til Jövu. Þær eru  núna staddar í Semarang.

Dröfn6364

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er hún stödd við Borobodur sem er eitt stærsta Búdda musteri í Suðaustur Asíu. Það var byggt á 9. öld.

 

Búdda musterið6330

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Búdda musterið í allri sinni dýrð.

 Komodo

 

 

 

 

 

 

 

 

Um daginn fóru þær út í eyjuna Rinca og í Komodo þjóðgarðinn. Þar sáu þær hina frægu Komodo dreka sem eru stærstu eðlur sem finnast í heiminum. Þær sáu nokkra dreka og voru þeir stærstu allt að 2 metrar á lengd. Myndin hér af Komodo dreka fann ég á heimasíðu þjóðgarðsins sem er;

http://www.komodonationalpark.org/

Annars er allt gott að frétta af stelpunum og næst fara þær til Ástralíu þann 21. ágúst. Það eru komnar margar nýjar myndir á heimasíðu Drafnar; http://www.dh.is/drofn/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband