Eldfjallið Bromo á austu Jövu veldur blindu og köfnun

Við Ástrós vorum að spjalla við Dröfn á msn núna rétt áðan. Það er 8 klst tímamismunur þannig að þegar það er morgun hjá okkur er komið síðdegi hjá henni. Ótrúlega gaman að ,,spjalla" við hana. Ástrós fannst þetta mjög góð afmælisgjöf til sín að hitta stóru systur sína á msn inu en Ástrós er 11 ára í dag.

 400px-Semeru_Bromo_Temple

 

 

 

 

 

 

 

 

Dröfn og vinkona hennar hún Sara  Kristín eru núna staddar í Denpasar á Bali í Indonesiu. Þær eru á miklum túristastað þar sem aðallega er hvítt fólk. Mikil viðbrigði því þar sem þær hafa verið undanfarnar vikur sést varla þessi hvíti húðlitur.

aa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það tók þær tvo daga að ferðast í rútu frá Yogyakarta til Denpasar. Inni í því var ferja yfir til Bali. Á leiðinni fóru þær upp á hálendi austur Jövu og gengu upp á virkt eldfjall sem heitir Bromo. Þær fylgdust meðal annars með sólarupprás en útsýnið þaðan er víst frábært. Upp úr eldfjallagígnum kom reglulega reykmökkur þannig að þær næstum blinduðust og köfnuðu. Vonandi er þessi lýsing Drafnar aðeins ýkt. Annars veit maður aldrei eftir svaðilför hennar í frumskógi Sumötru

Dröfn var áðan á brimbretti og þótti það ekki leiðinlegt. Hún er búin að jafna sig ágætlega á matareitruninni en útbrotin eru að minnka og magapínan fór fljótt.

a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dröfn og Sara Kristín  ætla síðan að halda áfram að ferðast austur á boginn næstu daga en á þessum slóðum eru margar eyjar sem skemmtilegt er að skoða. Eftir viku eða svo munu þær svo fljúga til baka til Jakarta til ,, fjölskyldu " Söru.

 aaa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frásagnir af ferðalagi Drafnar og Söru Kristínar má finna á heimasíðum þeirra; http://www.dh.is/drofn/ og http://www.sara.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Sæll Hilmar

Maður fyllist ævintýraþrá við lesturinn.  Eigum við ekki að skreppa í  ævintýraferð saman ?  Mæli með Asoreyjum.

kv.

Eyjólfur

Eyjólfur Sturlaugsson, 1.8.2008 kl. 23:15

2 identicon

Mjog fyndid ad lesa blogg um sitt blogg og sinar ferdir. Endilega haltu tvi afram:)Flott og gripandi fyrirsogn allavega!

Drofn (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 09:26

3 Smámynd: Hilmar Björgvinsson

Já ég væri sko til í að fara í svona ævintýraferð. Asoreyjar eru örugglega fínar. Spurning Eyjólfur hvort við eigum að fara fljótlega eða bara eftir svona 30 ár?? Það er nefnilega aldrei of seint að fara í heimsreisu.

Dröfn! Þurfa ekki fyrirsagnir að vera grípandi til að þeir lestrarlötu lesi ?

Hilmar Björgvinsson, 5.8.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband