Laugardagur, 26. janúar 2008
Sannur listamaður
Þegar maður skoðar fréttir hér á Morgunblaðsvefnum sér maður að lítið er bloggað um listir og menningu. Samt sem áður er menningin mikilvægur þáttur í samfélaginu okkar og alls staðar úti í hinum stóra heimi.
Þeir sem blogga ættu að vera miklu duglegri að blogga um jákvæða hluti í samfélaginu í stað þess að einblína of mikið á það sem miður fer dags daglega. Ég er þar ekkert undanskilinn.
Björk hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Þar fer listakona sem þorir og býr til tónlist sem hana langar til að gera. Hún fer sínar eigin leiðir og er með tónlistarstíl sem er engum líkur. Það verður gaman að fylgjast með henni áfram.
Björk mun syngja á mánudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tel mig þekkja Björk betur en þú! Hættu þessu væli og farðu að hlusta á eitthvað sem skiptir máli. T.d. Röddina í eigin hjarta?
Kristján (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.