Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Snillingurinn hann Erró
Erró er snillingur. Ef ég byggi í Reykjavík færi ég að ná mér í bók og grafíkverk eftir listamanninn. Það verður örugglega margt um manninn í Lisasafni Reykjavíkur kl. 14:00 á laugardaginn.
Erró áritar bækur og plaköt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér fyrir athugasemdina Óskar.
Ef þú skoðar myndina Magritte hér fyrir ofan sérð þú að maðurinn er snillingur. Listaverkið er hans þó svo að hann hafi haft aðstoðarmenn við að mála það. Erró hefur haft aðstoðarmenn lengi enda hefur hann verið mjög afkastamikill listamaður. Hann er í raun ennþá meiri snillingur fyrir vikið að hafa svona góða samstarfsmenn.
Það er alkunna að listamenn sem hanna skúlptúra senda litla gipsafsteypu eða pappírsmódel í stálverksmiðju. Þar láta þeir smíða fyrir sig listaverkið í stál sem er ef til vill 3-5 metra hátt. Það þykir öllum sjálfsagt. Af hverju finnst ekki öllum sjálfsagt að listamaður hafi aðstoðarmenn til að mála sína sköpun á striga?
kv.Hilmar
Hilmar Björgvinsson, 16.1.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.