Þriðjudagur, 3. júlí 2007
Verndum Þjórsá
Ég skoðaði fyrirhugað virkjunarsvæði stjórnvalda í Þjórsá um helgina. Það er slys í uppsiglingu ef af þessu verður. Það verður fróðlegt að sjá hvort Samfylkingin spyrni við fótum eða taki þátt í stóriðjubrölti og áframhaldandi náttúruspjöllum fyrrverandi ríkisstjórnar.
Við fórum nokkur á sunnudaginn í heimboð í sumarbústaðinn Fagradal í landi Haga þar sem Landsvirkjun stefnir að því að sökkva náttúruperlum, flúðum,eyjum, klettum, og grónu landi. Hjónin Guðbjörg Friðriksdóttir og Sigurður L. Einarsson tóku vel á móti okkur og miklum fjölda gesta yfir daginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.