Stríð og ofbeldi einkennir World Press Photo

Ljósmynd ársins, verk Spencer Platt.Ég er áhugamaður um ljósmyndun og hef verið lengi. Ljósmyndirnar í World Press Photo eru oftast nær mjög magnaðar.

Það sem einkennir myndirnar er stríð og ofbeldi. Veruleiki sem við búum við enda eru þetta fréttaljósmyndir.

Í ár er engin undantekning þar á. Verðlaunamyndin er af ungum Líbönum í glansandi blæjubíl í bíltúr um sundurtætt hverfi í Beirút. Miklar andstæður.

Meira að segja íþróttaljósmynd ársins þarf að tengjast ofbeldi. Myndin sýnir fótboltahetjuna Zidane skalla  Ítalann Marco Materazzi í bringuna. Gátu þeir nú ekki valið íþróttamannslegri mynd? Er þetta nú hinn sanni íþróttaandi?


mbl.is Ljósmynd ársins tekin í Beirút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband