34 klukkustunda afmælisdagur

Hún Dröfn mín á afmæli í dag. Hún heldur upp á 19 ára afmælið sitt í Ástralíu.

Dröfn

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta verður einn lengsti afmælisdagur hennar til þessa. Ástæðan er sú að það er 10 klukkustunda mismunur á tímanum á Íslandi og í Ástralíu þar sem hún er. Hún byrjaði sem sagt að halda upp á afmælið sitt í gær 30. ágúst kl. 14:00 en þá var kl. 12 á miðnætti í Ástralíu og kominn 31. ágúst þar.

Síðan getur hún haldið upp á það til kl. 10:00 í fyrramálið samkvæmt tímanum í Ástralíu en þá er komið miðnætti hér hjá okkur á Íslandi.

Annars er allt gott að frétta af henni og Söru vinkonu hennar. Þær eru í fylkinu Victoria sem er syðst í Ástralíu. Þær eru í úthverfi Melbourne sem heitir Sunbury þar sem móðurbróður Söru býr. Sjá nánar á heimasíðunni Drafnar; http://www.dh.is

Til hamingju með afmælið elsku Dröfn Smile

Ástarkveðjur frá okkur öllum

Dröfn 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dröfn bregður á leik í Melbourne.


Bloggfærslur 31. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband