Stærsta blóm heims

Dröfn og blóm

Hún Dröfn mín er nú stödd í Indonesiu. Um daginn fór hún til Sumötru en þar sá hún margt merkilegt eins og alls staðar þar sem hún kemur. Þegar hún var stödd  í Bukittinggi, sem er á vestur Sumötru, fór hún í fjallgögnu til að sjá stærsta blóm heims sem heitir  Rafflesia. Fjallið er fyrir ofan lítinn bæ sem heitir  Batang Palupuh en þar vex þetta blóm. Rafflesian er aðeins í blóma í 2 eða 3 daga á ári þannig að hún var mjög heppin að sjá það. Það getur orðið allt að 90 cm í þvermáli en blómið sem hún sá var um 50 cm í þvermáli.

Nú er Dröfn stödd í Semarang sem er á Jövu . Þar er hún í góðu yfirlæti ásamt Söru  vinkonu sinni. Þær eru hjá fjölskyldunni sem Sara bjó hjá þegar hún var þar skiptinmemi. Vinkonurnar halda úti bloggsíðum um ferðalagið og er mjög  áhugavert og skemmtilegt að fylgjast með þeim.


Ástrós í Finnlandi

 

astros_10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ástrós  mín er komin til Finnlands. Hún fór ein þangað til að heimsækja Björgvin og Pirjo og verður þar í eina viku. Hún fékk að vera á Saga Class og var voða ánægð með það. Hún hefur það gott hjá Björgvin og Pirjo og  fór m.a. með þeim í tívolí í Kouvola í dag. Á morgun er ferðinni heitið í sumarbústaðinn þeirra við Saima vatn sem er rétt hjá bænum Lapperanta.


Hekla

Hekla

Hér sést Kirkjuholtið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem tilheyrir Miðhúsum. Hekla í baksýn.


Bloggfærslur 24. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband