Laugardagur, 4. október 2008
Heimsflakk Drafnar
Dröfn er í Nýja Sjálandi og hefur það bara gott. Þær Rebekka flakka um og voru síðast í Wellington en eru nú búnar að flytja sig norðar. Eru líklegast einhvers staðar á miðri norðureyjunni. Þær eru nú Sörulausar því hún Sara er farin til Fiji eyja. Þar hafa þær misst góðan ferðafélaga.
Þessa mynd tók ég af heimsíðunni hennar Drafnar http://www.dh.is . Ég reikna með að hún hafi tekið þessa mynd. Hér sést yfir hafið frá suðureyjunni og þarna sigla skip sem koma frá Wellington sem er syðst á norðureyjunni.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. október 2008
Skotland
Í síðustu viku vorum við Sjöfn í Skotlandi. Ég fór á ráðstefnu í Glasgow með Skólastjórafélagi Suðurlands og leikskólastjórum. Ráðstefnan heitir: Schottish learning festival og var þetta 9 árið sem hún var haldin. Ýmsir fyrirlestrar voru í boði um skólamál og eins var þarna mjög stór kennslutækja- og námsefnissýning. Um 6000 manns úr skólageiranum sótti þessa ráðstefnu.
Hér var ráðstefnan haldin.
Við Sjöfn skruppum til Edinborgar einn daginn. Þessi borg er mjög falleg, mun fallegri en Glasgow.
Einnig fórum við til Oban sem er lítill sjávarbær á vesturströndinni. Mjög fallegur bær eins og sést á myndinni.
Hér erum við á Glasgow á Rauða torginu. Þetta fólk fyrir aftan okkur elti okkur út um allt. Veit ekki af hverju.
Lúnir ferðafélagar á flugvellinum í Glasgow á leið heim í rigninguna.