Heimsflakk Drafnar

Dröfn er í Nýja Sjálandi og hefur það bara gott. Þær Rebekka flakka um og voru síðast í Wellington en eru nú búnar að flytja sig norðar. Eru líklegast einhvers staðar á miðri norðureyjunni. Þær eru nú Sörulausar því hún Sara er farin til Fiji eyja. Þar hafa þær misst góðan ferðafélaga.

NS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessa mynd tók ég af heimsíðunni hennar Drafnar http://www.dh.is .  Ég reikna með að hún hafi tekið þessa mynd.  Hér sést yfir hafið frá suðureyjunni og þarna sigla skip sem koma frá Wellington sem er syðst á norðureyjunni.


Skotland

Í síðustu viku vorum við Sjöfn í Skotlandi. Ég fór á ráðstefnu í Glasgow með Skólastjórafélagi Suðurlands og leikskólastjórum. Ráðstefnan heitir: Schottish learning festival og var þetta 9 árið sem hún var haldin. Ýmsir fyrirlestrar voru í  boði um skólamál og eins var þarna mjög stór kennslutækja- og námsefnissýning. Um 6000 manns úr skólageiranum sótti þessa ráðstefnu.

Ráðstefnuhúsið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér var ráðstefnan haldin.

 

Edinborg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Edinborg 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Sjöfn skruppum til Edinborgar einn daginn. Þessi borg er mjög falleg, mun fallegri en Glasgow.

 

Oban

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einnig fórum við til Oban sem er lítill sjávarbær á vesturströndinni. Mjög fallegur bær eins og sést á myndinni.

 

Glasgow

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við á Glasgow á Rauða torginu. Þetta fólk fyrir aftan okkur elti okkur út um allt. Veit ekki af hverju.

 

á leið heim

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lúnir ferðafélagar á flugvellinum í Glasgow á leið heim í rigninguna.


Bloggfærslur 4. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband