Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Finnlandsfarinn á leið heim

Hún Ástrós kemur heim frá Finnlandi í dag eftir góða heimsókn hjá Björgvin og Pirjo.  Hér fyrir neðan má sjá mynd af henni á árabát á Saima vatni. Einnig eru fleiri myndir í myndaalbúmi og enn fleiri á síðunni hans Björgvins; http://bjorgvinbjorgvinsson.blog.is

astros 43

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Kerlingarfjöll - mögnuð náttúra

Kerlingarfjöll Hveravellir 26.- 27. júlí 2008 113

Við Sjöfn skruppum í Kerlingarfjöll og til Hveravalla um helgina. Fórum með Kidda bróður hennar Sjafnar og Hrund. Magnaðir staðir sem allir verða að heimsækja ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.

Ég sem hélt að Landmannalaugar væri toppurinn varðandi náttúrufegurð. Kerlingarfjöllin eru svei mér þá ennþá fallegri staður og þá er nú mikið sagt.

Við gistum á tjaldsvæðinu á staðnum sem var alveg þokkalegt. Yndælt starfsfólk þarna enda held ég að það fari bara gott fólk að vinna á svona afskekktum stöðum, svokölluð ,,náttúrubörn".

Það var indælt að vakna við jarmandi kindur við tjaldið kl. 5:30 á sunnudagsmorgun. Það sem skemmdi fyrir náttúrukyrrðinni sem á að vera á svona stöðum var hávaðinn í díselljósavélinni og í einhverjum hópi fólks sem var þarna samankominn með íslenska hunda. Gjammið í hundunum og fólkinu langt fram á nótt á alls ekki heima á svona stöðum og er ég viss um að blessaðir hundarnir hefðu verið til friðs ef eigendurnir hefðu verið með kyrrð eftir miðnætti.


Í Finnlandi er gott að vera

astros_11

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sést Ástrós með Björgvini bróður mínum í bænum Borgå.

Þau eru búin að vera í sumarbústaðnum þeirra við Saima vatn nú um helgina. Nokkrar myndir eru komnar frá ferðinni í myndaalbúm sem heitir; Ástrós í Finnlandi sumarið 2008. Myndirnar hafa Björgvin og Pirjo tekið.

Einnig má sjá myndir á bloggsíðu Björgvins; http://bjorgvinbjorgvinsson.blog.is

 


Stærsta blóm heims

Dröfn og blóm

Hún Dröfn mín er nú stödd í Indonesiu. Um daginn fór hún til Sumötru en þar sá hún margt merkilegt eins og alls staðar þar sem hún kemur. Þegar hún var stödd  í Bukittinggi, sem er á vestur Sumötru, fór hún í fjallgögnu til að sjá stærsta blóm heims sem heitir  Rafflesia. Fjallið er fyrir ofan lítinn bæ sem heitir  Batang Palupuh en þar vex þetta blóm. Rafflesian er aðeins í blóma í 2 eða 3 daga á ári þannig að hún var mjög heppin að sjá það. Það getur orðið allt að 90 cm í þvermáli en blómið sem hún sá var um 50 cm í þvermáli.

Nú er Dröfn stödd í Semarang sem er á Jövu . Þar er hún í góðu yfirlæti ásamt Söru  vinkonu sinni. Þær eru hjá fjölskyldunni sem Sara bjó hjá þegar hún var þar skiptinmemi. Vinkonurnar halda úti bloggsíðum um ferðalagið og er mjög  áhugavert og skemmtilegt að fylgjast með þeim.


Ástrós í Finnlandi

 

astros_10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ástrós  mín er komin til Finnlands. Hún fór ein þangað til að heimsækja Björgvin og Pirjo og verður þar í eina viku. Hún fékk að vera á Saga Class og var voða ánægð með það. Hún hefur það gott hjá Björgvin og Pirjo og  fór m.a. með þeim í tívolí í Kouvola í dag. Á morgun er ferðinni heitið í sumarbústaðinn þeirra við Saima vatn sem er rétt hjá bænum Lapperanta.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband