Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Miðhús - sumarhús til leigu

 27_28_feb_09 008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Glæsilegt nýuppgert hús til leigu á jörðinni Miðhúsum  í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Húsið, sem heitir Nonnahús,  er í 38 km fjarlægð frá Selfossi.

Húsið er leigt með öllum húsgögnum og húsbúnaði. Stór og góður sólpallur er við húsið með heitum potti. 

27_28_feb_09 041

 

 

 

 

 



 

 

 

 

 

 

Nonnahús stendur undir Miðhúsafjalli og þaðan er útsýni mjög mikið. Til austurs má t.d. sjá Heklu, Tindfjöll og Eyjafjallajökul og til suðurs sést Árnesið. Þjórsá, rennur neðan til við húsið en þar er lax og silungsveiði.

27_28_feb_09 045

 

 

 

 

 

 

 

 

Stutt er í ýmsa þjónustu. Sundlaug, félagsheimili, verslun og bensínstöð er í byggðakjarnanum Árnesi sem er aðeins í 4,3 km  fjarlægð. Fleiri sundlaugar eru í nágrenninu  s.s. Skeiðalaug í Brautarholti, Flúðalaug á Flúðum og síðast en ekki síst Þjórsárdalslaug í Þjórsárdal sem er reyndar aðeins opin yfir sumarmánuðina.

Nú þegar er búið að leigja húsið frá 12. júní - 21. ágúst. Að öðru leyti eru lausar leiguvikur og í haust er möguleiki á að leigja húsið ásamt veiði. Á haustin veiðist mikið af laxi og sjóbirtingi þarna hjá okkur á mjög fallegum veiðistað. Draumastaður veiðimannsins.

Skoðið endilega heimasíðuna okkar; http://800.is/nonnahus

Nánari upplýsingar gefur Sjöfn Marvinsdóttir í síma 849 2930 og Hilmar Björgvinsson í síma 863 0463 og eins má senda fyrirspurnir i gegnum heimasíðu hússins.

 


Stóra stelpan mín er komin heim

Dröfn kom í nótt heim úr heimsreisu sinni.Smile Dagur og Hjördís sóttu hana út á flugvöll. Hún er búin að vera á flækingi síðan í júní og því kærkomið að fá hana aftur. Í tilefni þess að týnda dóttirin er komin var lambi slátrað, sett í reykkofann og verður snætt í kvöld.

Ástrós vissi ekki af komu systur sinnar. Enda var hún búin að biðja um að það ætti að koma sér á óvart þegar hún kæmi. Það gerði það svo sannalega.

Þegar Dröfn kom um 1 leytið læddist hún inn til systur sinnar, fór á hnén við rúmgaflinn hjá henni þar sem hún steinsvafSleeping. Reyndi að vekja hana. Eftir dágóða stund rumskaði hún Sideways, opnaði augun, leit á Dröfn, snéri sér frá henni, rótaði eitthvað í koddanum sínum, settist síðan upp, gapti undrandi í dágóða stund Gasp og leit svo aftur á systur sína.  Þá var eins og hún væri búin að átta sig á hlutunum og almennilega vöknuð og knúsaði Kissing þá systur sína brosandi út að eyrum. Smile


Lék í Hollywoodmynd, þaðan í Alkatraz fangelsið og slapp til Vegas

 

Hollywood leikkona

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún var í Hollywood. 

 Með George Clooney

 

 

 

 

 

 

 

 

.... og lék í einni mynd með einhverjum George Clooney.

Alkatraz fangelsið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir það lenti hún í Alkatraz fangelsinu.

Slæmur aðbúnaður

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem betur fer slapp hún þaðan eftir stutta dvöl enda hörð í horn að taka. Það sem réð úrslitum að dvelja ekki of lengi í Alkatraz var slæmur aðbúnaður. Sjáið bara salernin. Af hverju er ekki búið að endurnýja þau? 

Á flótta frá Alkatraz

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sést hún yfirgefa einn fangavörðinn og síðan lá þá leiðin til Vegas.

Vegas spilaborgin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Spilavíti og skemmtistaðir.

En hún sagði nei takk enda ekki orðin 21 árs.


Skjaldbökusund

Þegar Dröfn og Rebekka voru á Samóa eyjum var ýmislegt brallað. Hér fyrir neðan má t.d. sjá Dröfn synda með skaldböku eða var það skjaldbaka sem var að synda með Dröfn?

Skjaldbaka með Dröfn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er engin smá skjaldbaka.

Veiðimenn frá Samoa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér má sjá veiðimenn frá Samoa eyjum róa. Þetta eru engir frystitogarar.

Annar er allt gott að frétta af Dröfn. Þær Rebekka fóru frá Samoa til Los Angeles og kom Rebekka  til Íslands fyrir um þremur dögum.  Núna er Dröfn ein á ferðalagi og var í San Francisco þegar ég heyrði í henni í fyrradag.


Þegar kinnarnar fuku af

Þessa dagana er Dröfn á Samoa eyjum ásamt Rebekku vinkonu sinni.

Af himnum ofan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér svífur hún til jarðar á Nýja Sjálandi.  Gott að komast  niður á jörðina.

 Dröfn undirbýr fallhífarstökk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sést hvernig á að æfa sig fyrir fallhlífarstökk. Ég er ekki viss um að ég gæti náð þessum æfingum. Þær eru greinilega mjög flóknar.

 


Ég fór í fallhlífarstökk

á Nýja Sjálandi í fyrradag.

Getur það annars verið?

Var mig að dreyma?

Var þetta ímyndun?

Nei ekkert af þessu.

Fallhlífarstökk2

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var hún Dröfn mín sem var svona hugrökk. Hér sést hún svífa til jarðar ásamt kennaranum.

"Það tók næstum 20 mínútur að fljúga upp í 12.000 feta hæð og ég naut útsýnisins á meðan. Fannst við fara rosa hátt upp. Ég var furðulega lítið stressuð. ...

...Svo voru þeir komnir út og ég hélt í axlarböndin  og horfði niður...langt niður...í gegnum skýin og á landslagið fyrir neðan. Hafði engan tíma til að hugsa neitt mikið en þetta var mjög brjálað. Allt í einu vorum við komin út úr vélinni og ég hallaði  höfði  og lyfti mjöðmum og við snerumst í hring aftur á bak.... Ég var ja..mjög hissa ..frekar æst... skildi hvorki upp né niður. .... mér leið eins og kinnarnar væru að fjúka af andlitinu...."

Ef ég væri á Drafnar aldri gæti ég alveg hugsað mér að gera svona... eða hugsað um það... ekki lengur. Frásögn hennar er á  www.dh.is


Laxveiði í Þjórsá

Við Sjöfn fórum upp í sveit í gær. Það var alveg frábært veður og það er  óhætt að segja að Miðhús í Gnúpverjahreppi er fallegasti staður á landinu.

11.okt 2008 14 p og 91 cm

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veiðin í Þjórsá var með ágætum þetta árið. Hún verður það örugglega áfram þar til Landsvirkjun eyðileggur ána með virkjunum sínum í neðri hluta Þjórsár. Að sjálfsögðu á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að hætta við þessar framkvæmdir. Er ekki kominn tími til að hlusta á aðvörunarorð fólks gagnvart vikjunaráformum og einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar.

Síðasta dag veiðitímabilsins drógum við þrjá sjóbirtinga á land 2 - 4 punda og einn stóran lax. Sjöfn fékk 14 punda hæng á spún sem var 91 cm langur. Ótrúlegt flykki sem tók aðeins 10 mínútur hjá henni að landa.

Tveir gapandi

 

 

 

 

 

 

 

 Tveir gapandi.


Heimsflakk Drafnar

Dröfn er í Nýja Sjálandi og hefur það bara gott. Þær Rebekka flakka um og voru síðast í Wellington en eru nú búnar að flytja sig norðar. Eru líklegast einhvers staðar á miðri norðureyjunni. Þær eru nú Sörulausar því hún Sara er farin til Fiji eyja. Þar hafa þær misst góðan ferðafélaga.

NS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessa mynd tók ég af heimsíðunni hennar Drafnar http://www.dh.is .  Ég reikna með að hún hafi tekið þessa mynd.  Hér sést yfir hafið frá suðureyjunni og þarna sigla skip sem koma frá Wellington sem er syðst á norðureyjunni.


Skotland

Í síðustu viku vorum við Sjöfn í Skotlandi. Ég fór á ráðstefnu í Glasgow með Skólastjórafélagi Suðurlands og leikskólastjórum. Ráðstefnan heitir: Schottish learning festival og var þetta 9 árið sem hún var haldin. Ýmsir fyrirlestrar voru í  boði um skólamál og eins var þarna mjög stór kennslutækja- og námsefnissýning. Um 6000 manns úr skólageiranum sótti þessa ráðstefnu.

Ráðstefnuhúsið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér var ráðstefnan haldin.

 

Edinborg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Edinborg 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Sjöfn skruppum til Edinborgar einn daginn. Þessi borg er mjög falleg, mun fallegri en Glasgow.

 

Oban

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einnig fórum við til Oban sem er lítill sjávarbær á vesturströndinni. Mjög fallegur bær eins og sést á myndinni.

 

Glasgow

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við á Glasgow á Rauða torginu. Þetta fólk fyrir aftan okkur elti okkur út um allt. Veit ekki af hverju.

 

á leið heim

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lúnir ferðafélagar á flugvellinum í Glasgow á leið heim í rigninguna.


Klukk

Dröfn klukkaði mig. Þar sem hún sagðist vera alveg viss um að ég myndi ekki svara klukkinu þá læt ég verða að því. Líklegast þekkir hún mig það vel að hún veit hvaða aðferð dugar á mig.

1. Fjögur störf sem ég hef unnið:

Öskukall - Reykjavíkurborg

Bankastarfsmaður - Landsbankinn í Austurstræti í Reykjavík 

Sjómaður - Hafskip 

Fiskvinnsla - Bolungarvík og Vestmannaeyjar

 

2.Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:


Englar alheimsins  2000 - Friðrik Þór Friðriksson/Einar Már Guðmundsson

Moulin Rouge 2001 - Með Nicole Kidman  o.fl. 

Gaukshreiðrið (One Flew Over the Cuckoo's Nest ) 1975 - Með Jack Nicholson 

Forrest Gump 1994 - Með Tom Hanks

 

3.Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:

Tunguvegi Reykjavík

Háaleitisbraut Reykjavik

Lier Noregi  

Austurvegi Selfossi

 

4.Fjórir sjónvarpsþættir sem ég horfi  helst á: 


Fréttir    

Kastljós 

Fréttir

Kastljós

 

5.Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Portugal 1984 - Cascais 

Hornstrandir 2001

Spánn 2006 - Calpé

Bandaríkin 2007 - Boston  

                                            

6. Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (reglulega):

dh.is 

mbl.is 

sara.is 

gudmundsson.blog.is   

 

                                                                                                                                                           7. Fjórir réttir sem mér finnst góðir:

Kjúklingarétturinn hennar Sjafnar

Steikti fiskurinn hennar Sjafnar sem ég borðaði í kvöld

Poppkornið mitt sem ég borða oft

Laugardagsnammið                                                                                              

                                                                                                                                   

8.Fjórar bækur sem ég les amk. árlega:

Les engar bækur árlega 

Er að lesa bókina; Áður en ég dey eftir Jenny Dovnham  

Það sem ég les amk. árlega er Fréttablaðið, Blaðið, Dagskráin og Glugginn    

 

                         

Ég klukka Huldu mömmu hennar Önnu Guðrúnar vinkonu Ástrósar, http://natturbarn.blog.is/blog/natturbarn/

ég klukka Júlíu hennar Ellu og Rúnars bróður; http://juliabirgis.bloggar.is/

og ég klukka Gylfa vin minn á Ísafirði; http://gylfigisla.blog.is/ 

Hann hlýtur að vita hvað er að klukka þó að hann sé orðinn gamall.  Gylfi ef þú ert ekki með á nótunum þá þýðir þetta að þú átt að afrita spurningarnar hér fyrir ofan, fylla inn í og setja á heimasíðuna þína. 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband