Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Lék í Hollywoodmynd, þaðan í Alkatraz fangelsið og slapp til Vegas
Hún var í Hollywood.
.... og lék í einni mynd með einhverjum George Clooney.
Eftir það lenti hún í Alkatraz fangelsinu.
Sem betur fer slapp hún þaðan eftir stutta dvöl enda hörð í horn að taka. Það sem réð úrslitum að dvelja ekki of lengi í Alkatraz var slæmur aðbúnaður. Sjáið bara salernin. Af hverju er ekki búið að endurnýja þau?
Hér sést hún yfirgefa einn fangavörðinn og síðan lá þá leiðin til Vegas.
Spilavíti og skemmtistaðir.
En hún sagði nei takk enda ekki orðin 21 árs.
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Skjaldbökusund
Þegar Dröfn og Rebekka voru á Samóa eyjum var ýmislegt brallað. Hér fyrir neðan má t.d. sjá Dröfn synda með skaldböku eða var það skjaldbaka sem var að synda með Dröfn?
Þetta er engin smá skjaldbaka.
Og hér má sjá veiðimenn frá Samoa eyjum róa. Þetta eru engir frystitogarar.
Annar er allt gott að frétta af Dröfn. Þær Rebekka fóru frá Samoa til Los Angeles og kom Rebekka til Íslands fyrir um þremur dögum. Núna er Dröfn ein á ferðalagi og var í San Francisco þegar ég heyrði í henni í fyrradag.