Þriðjudagur, 21. október 2008
Þegar kinnarnar fuku af
Þessa dagana er Dröfn á Samoa eyjum ásamt Rebekku vinkonu sinni.
Hér svífur hún til jarðar á Nýja Sjálandi. Gott að komast niður á jörðina.
Hér sést hvernig á að æfa sig fyrir fallhlífarstökk. Ég er ekki viss um að ég gæti náð þessum æfingum. Þær eru greinilega mjög flóknar.
Þriðjudagur, 14. október 2008
Ég fór í fallhlífarstökk
á Nýja Sjálandi í fyrradag.
Getur það annars verið?
Var mig að dreyma?
Var þetta ímyndun?
Nei ekkert af þessu.
Það var hún Dröfn mín sem var svona hugrökk. Hér sést hún svífa til jarðar ásamt kennaranum.
"Það tók næstum 20 mínútur að fljúga upp í 12.000 feta hæð og ég naut útsýnisins á meðan. Fannst við fara rosa hátt upp. Ég var furðulega lítið stressuð. ...
...Svo voru þeir komnir út og ég hélt í axlarböndin og horfði niður...langt niður...í gegnum skýin og á landslagið fyrir neðan. Hafði engan tíma til að hugsa neitt mikið en þetta var mjög brjálað. Allt í einu vorum við komin út úr vélinni og ég hallaði höfði og lyfti mjöðmum og við snerumst í hring aftur á bak.... Ég var ja..mjög hissa ..frekar æst... skildi hvorki upp né niður. .... mér leið eins og kinnarnar væru að fjúka af andlitinu...."
Ef ég væri á Drafnar aldri gæti ég alveg hugsað mér að gera svona... eða hugsað um það... ekki lengur. Frásögn hennar er á www.dh.is
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.10.2008 kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 12. október 2008
Laxveiði í Þjórsá
Við Sjöfn fórum upp í sveit í gær. Það var alveg frábært veður og það er óhætt að segja að Miðhús í Gnúpverjahreppi er fallegasti staður á landinu.
Veiðin í Þjórsá var með ágætum þetta árið. Hún verður það örugglega áfram þar til Landsvirkjun eyðileggur ána með virkjunum sínum í neðri hluta Þjórsár. Að sjálfsögðu á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að hætta við þessar framkvæmdir. Er ekki kominn tími til að hlusta á aðvörunarorð fólks gagnvart vikjunaráformum og einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar.
Síðasta dag veiðitímabilsins drógum við þrjá sjóbirtinga á land 2 - 4 punda og einn stóran lax. Sjöfn fékk 14 punda hæng á spún sem var 91 cm langur. Ótrúlegt flykki sem tók aðeins 10 mínútur hjá henni að landa.
Tveir gapandi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 4. október 2008
Heimsflakk Drafnar
Dröfn er í Nýja Sjálandi og hefur það bara gott. Þær Rebekka flakka um og voru síðast í Wellington en eru nú búnar að flytja sig norðar. Eru líklegast einhvers staðar á miðri norðureyjunni. Þær eru nú Sörulausar því hún Sara er farin til Fiji eyja. Þar hafa þær misst góðan ferðafélaga.
Þessa mynd tók ég af heimsíðunni hennar Drafnar http://www.dh.is . Ég reikna með að hún hafi tekið þessa mynd. Hér sést yfir hafið frá suðureyjunni og þarna sigla skip sem koma frá Wellington sem er syðst á norðureyjunni.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. október 2008
Skotland
Í síðustu viku vorum við Sjöfn í Skotlandi. Ég fór á ráðstefnu í Glasgow með Skólastjórafélagi Suðurlands og leikskólastjórum. Ráðstefnan heitir: Schottish learning festival og var þetta 9 árið sem hún var haldin. Ýmsir fyrirlestrar voru í boði um skólamál og eins var þarna mjög stór kennslutækja- og námsefnissýning. Um 6000 manns úr skólageiranum sótti þessa ráðstefnu.
Hér var ráðstefnan haldin.
Við Sjöfn skruppum til Edinborgar einn daginn. Þessi borg er mjög falleg, mun fallegri en Glasgow.
Einnig fórum við til Oban sem er lítill sjávarbær á vesturströndinni. Mjög fallegur bær eins og sést á myndinni.
Hér erum við á Glasgow á Rauða torginu. Þetta fólk fyrir aftan okkur elti okkur út um allt. Veit ekki af hverju.
Lúnir ferðafélagar á flugvellinum í Glasgow á leið heim í rigninguna.