Kerlingarfjöll - mögnuð náttúra

Kerlingarfjöll Hveravellir 26.- 27. júlí 2008 113

Við Sjöfn skruppum í Kerlingarfjöll og til Hveravalla um helgina. Fórum með Kidda bróður hennar Sjafnar og Hrund. Magnaðir staðir sem allir verða að heimsækja ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.

Ég sem hélt að Landmannalaugar væri toppurinn varðandi náttúrufegurð. Kerlingarfjöllin eru svei mér þá ennþá fallegri staður og þá er nú mikið sagt.

Við gistum á tjaldsvæðinu á staðnum sem var alveg þokkalegt. Yndælt starfsfólk þarna enda held ég að það fari bara gott fólk að vinna á svona afskekktum stöðum, svokölluð ,,náttúrubörn".

Það var indælt að vakna við jarmandi kindur við tjaldið kl. 5:30 á sunnudagsmorgun. Það sem skemmdi fyrir náttúrukyrrðinni sem á að vera á svona stöðum var hávaðinn í díselljósavélinni og í einhverjum hópi fólks sem var þarna samankominn með íslenska hunda. Gjammið í hundunum og fólkinu langt fram á nótt á alls ekki heima á svona stöðum og er ég viss um að blessaðir hundarnir hefðu verið til friðs ef eigendurnir hefðu verið með kyrrð eftir miðnætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband