34 klukkustunda afmælisdagur

Hún Dröfn mín á afmæli í dag. Hún heldur upp á 19 ára afmælið sitt í Ástralíu.

Dröfn

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta verður einn lengsti afmælisdagur hennar til þessa. Ástæðan er sú að það er 10 klukkustunda mismunur á tímanum á Íslandi og í Ástralíu þar sem hún er. Hún byrjaði sem sagt að halda upp á afmælið sitt í gær 30. ágúst kl. 14:00 en þá var kl. 12 á miðnætti í Ástralíu og kominn 31. ágúst þar.

Síðan getur hún haldið upp á það til kl. 10:00 í fyrramálið samkvæmt tímanum í Ástralíu en þá er komið miðnætti hér hjá okkur á Íslandi.

Annars er allt gott að frétta af henni og Söru vinkonu hennar. Þær eru í fylkinu Victoria sem er syðst í Ástralíu. Þær eru í úthverfi Melbourne sem heitir Sunbury þar sem móðurbróður Söru býr. Sjá nánar á heimasíðunni Drafnar; http://www.dh.is

Til hamingju með afmælið elsku Dröfn Smile

Ástarkveðjur frá okkur öllum

Dröfn 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dröfn bregður á leik í Melbourne.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Elsku Dröfn!

Við amma sendum  þér  hjartanlegar afmæliskveðjur í tilefni   af 19 ára afmælinu og vonum að ferðin gangi vel.

Afi og amma

Björgvin Guðmundsson, 31.8.2008 kl. 10:29

2 identicon

Heilt afmaelisblogg handa mer! Aedislegt, takk kaerlega! Hefdir samt getad valid betri mynd;)

Tusund takkir fyrir afmaeliskvedjuna amma og afi.

Drofn (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 11:05

3 Smámynd: Hilmar Björgvinsson

Það eru allar myndir fínar af þér Dröfn.  Sá rétt í þessu skemmtilega mynd á heimasíðunni þinni sem ég leyfði mér að setja hér inn á síðuna. Kv. pabbi

Hilmar Björgvinsson, 31.8.2008 kl. 12:16

4 Smámynd: Björgvin Björgvinsson

Elsku Dröfn!

 

Við Pirjo sendum þér hjartanlegar hamingjuóskir með 19 ára afmælið.

Við óskum ykkur vinkonunum gæfu og farsældar í heimsreisunni ykkar.

 

Kær kveðja frá Finnlandi, Björgvin og Pirjo

Björgvin Björgvinsson, 31.8.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband