Stærsta blóm heims

Dröfn og blóm

Hún Dröfn mín er nú stödd í Indonesiu. Um daginn fór hún til Sumötru en þar sá hún margt merkilegt eins og alls staðar þar sem hún kemur. Þegar hún var stödd  í Bukittinggi, sem er á vestur Sumötru, fór hún í fjallgögnu til að sjá stærsta blóm heims sem heitir  Rafflesia. Fjallið er fyrir ofan lítinn bæ sem heitir  Batang Palupuh en þar vex þetta blóm. Rafflesian er aðeins í blóma í 2 eða 3 daga á ári þannig að hún var mjög heppin að sjá það. Það getur orðið allt að 90 cm í þvermáli en blómið sem hún sá var um 50 cm í þvermáli.

Nú er Dröfn stödd í Semarang sem er á Jövu . Þar er hún í góðu yfirlæti ásamt Söru  vinkonu sinni. Þær eru hjá fjölskyldunni sem Sara bjó hjá þegar hún var þar skiptinmemi. Vinkonurnar halda úti bloggsíðum um ferðalagið og er mjög  áhugavert og skemmtilegt að fylgjast með þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa  frásagnir af ferð Drafnar til Indónesíu.Og nú bætast við skemmtilegar myndir af Finnlandsferð Ástrósar.

Kær kveðja

Björgvin Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband