Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Frá Ástralíu til Nýja Sjálands

Dröfn með fugl2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dröfn er ennþá í Ástralíu og er núna í Melbourne með Söru.  

Þær fljúga þann 18. september til Christchurch i Nýja Sjálandi. Þar ætlar Rebekka vinkona Drafnar að hitta þær. Sjá http://rebekkak.bloggar.is/

Stelpurnar fá gistingu norðarlega á suðureyjunni hjá kunningjafólki Steingríms en hann var skiptinemi á Nýja Sjálandi fyrir nokkrum árum.  Þær verða á stað sem heitir Golden Bay og þar var hluti Hringadrottinssögu tekin upp.

Fylgist með ferðalagi þeirra.

http://www.dh.is/drofn/

http://www.sara.is/

 


Ástrós í 3. sæti

 Ástrós Brúarhlaup 2008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 ´

Ástrós stóð sig vel i Brúarhlaupinu í gær. Hljóp 5 km og lenti í 3. sæti á tímanum 25:46.

 http://www.hlaup.is/displayer.asp?cat_id=563&module_id=220&element_id=21548&nl=true


Brúarhlaupið á laugardaginn

maraþon 2

 

 

 

 

Við Ástrós ætlum að hlaupa á laugardaginn í Brúarhlaupinu á Selfossi. Við hlupum í Reykjavíkurmaraþoninu um daginn og við komumst bæði í mark. Ætlar þú að hlaupa?


34 klukkustunda afmælisdagur

Hún Dröfn mín á afmæli í dag. Hún heldur upp á 19 ára afmælið sitt í Ástralíu.

Dröfn

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta verður einn lengsti afmælisdagur hennar til þessa. Ástæðan er sú að það er 10 klukkustunda mismunur á tímanum á Íslandi og í Ástralíu þar sem hún er. Hún byrjaði sem sagt að halda upp á afmælið sitt í gær 30. ágúst kl. 14:00 en þá var kl. 12 á miðnætti í Ástralíu og kominn 31. ágúst þar.

Síðan getur hún haldið upp á það til kl. 10:00 í fyrramálið samkvæmt tímanum í Ástralíu en þá er komið miðnætti hér hjá okkur á Íslandi.

Annars er allt gott að frétta af henni og Söru vinkonu hennar. Þær eru í fylkinu Victoria sem er syðst í Ástralíu. Þær eru í úthverfi Melbourne sem heitir Sunbury þar sem móðurbróður Söru býr. Sjá nánar á heimasíðunni Drafnar; http://www.dh.is

Til hamingju með afmælið elsku Dröfn Smile

Ástarkveðjur frá okkur öllum

Dröfn 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dröfn bregður á leik í Melbourne.


Glæsilegur árangur

476355A

 

 

 

 

 

Ég er stoltur af íslenska landsliðinu í handbolta. Ótrúlegur árangur sem seint mun gleymast.

Ekki átti ég von á því áður en keppnin hófst að Íslendingar kæmust svona langt í handboltanum. Strákarnir voru ótrúlega góðir. Glæsilegur árangur að fá silfurverðlaunin.

Til hamingju strákar - til hamingju Ísland.


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin aftur til Jövu

Dröfn mín heldur áfram að ferðast í Indónesíu með Söru vinkonu sinni og eru þær aftur komnar til Jövu. Þær eru  núna staddar í Semarang.

Dröfn6364

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er hún stödd við Borobodur sem er eitt stærsta Búdda musteri í Suðaustur Asíu. Það var byggt á 9. öld.

 

Búdda musterið6330

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Búdda musterið í allri sinni dýrð.

 Komodo

 

 

 

 

 

 

 

 

Um daginn fóru þær út í eyjuna Rinca og í Komodo þjóðgarðinn. Þar sáu þær hina frægu Komodo dreka sem eru stærstu eðlur sem finnast í heiminum. Þær sáu nokkra dreka og voru þeir stærstu allt að 2 metrar á lengd. Myndin hér af Komodo dreka fann ég á heimasíðu þjóðgarðsins sem er;

http://www.komodonationalpark.org/

Annars er allt gott að frétta af stelpunum og næst fara þær til Ástralíu þann 21. ágúst. Það eru komnar margar nýjar myndir á heimasíðu Drafnar; http://www.dh.is/drofn/


Á slóðum Komodo dreka

 

aaa 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dröfn og Sara eru nú staddar á Flores, sem er ein af Indonesieyjunum austan vid Bali. Þær eru búnar ad leigja bát sem siglir med þær til Rinca, en þar ætla þær að leita af hinum mikla Komodo dreka.

Komodo drekar eru  konungar eðlanna, að medaltali 2 m á lengd. Drekarnir eru lífshættulegir þannig að það er eins gott að stelpurnar fari varlega.

Annars er allt gott að frétta á þeim og eru þær búnar að ferðast mikid síðustu daga eins og Dröfn segir á bloggsíðunni sinni http://www.dh.is/

Þar segir hún m.a.:

Erum bunar ad sigla mikid sidustu daga og keyra meira. Sigldum yfir til Flores og sigldum tadan yfir til Gili-eyja. Sigldum a milli Gili-eyjanna og aftur til Lombok, keyrdum a austurenda Lombok, sigldum yfir til Sumbawa. Keyrdum tvert yfir Sumbawa og sigldum hingad yfir til Flores. Ef tid hafid ahuga, endilega skodid tetta a korti. Eg vissi ekki ad tessar eyjar vaeru til adur en eg kom til Indonesiu. Satt best ad segja vissi eg eiginlega ekkert um Indonesiu adur en eg akvad ad koma hingad.

Þær eru búnar að kafa á stað sem heitir Tulamben á Bali.

,,Tulamben er ofsalega afskekktur stadur en ferdamannastraumurinn tar er haefilegur vegna 120 m skipsflaksins sem liggur i hafinu rett vid strondina. Vid fengum gistingu beint fyrir framan flakid og adeins nokkrum klst eftir ad vid maettum a stadinn hofst kofunarkennsla. "

Lesið nánar á heimasíðu Drafnar um allt sem þær sáu þegar þær köfuðu og það sem á daga þeirra hefur drifið síðustu daga.


Clapton er snillingur

474895

 

 

 

 

 

 

Eiric Clapton var ótrúlega góður í Egilshöll í kvöld. Hann er gítarsnillingur og frábær söngvari. Ég hef  hlustað á þennan góða tónlistarmann í gegnum árin og þó mest á menntaskólaárum mínum í MH. Það var því mikil upplifun að  hlusta á hann á tónleikum í kvöld spila lögin sem maður hefur hlustað á í gegnum árin. Hann er snillingur og hans hljómsveit.

Ellen Kristjánsdóttir kom mér á óvart með mörg góð lög. Skemmtileg hljómsveit sem hún bjó til fyrir tónleikana.


mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dröfn í Tulamben

Í dag er Dröfn stödd í Tulamben á norður Balí. Þar ætla vinkonurnar að kafa ef tækifæri gefst til. Í gær voru þær í bæ sem heitir Ubud sem er í klukkustundar fjarlægð frá Kuta.

Hér fyrir neðan er mynd af Dröfn á eldfjallinu Bromo á austur Jövu.

IMG_6532

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 IMG_6600

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þessa mynd tók Dröfn af eldfjallinu Bromo.

IMG_6050

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er fjölskyldan hennar Söru sem býr í Semarang sem er á Jövu. Þangað fara stelpurnar aftur eftir nokkra daga. 


Eldfjallið Bromo á austu Jövu veldur blindu og köfnun

Við Ástrós vorum að spjalla við Dröfn á msn núna rétt áðan. Það er 8 klst tímamismunur þannig að þegar það er morgun hjá okkur er komið síðdegi hjá henni. Ótrúlega gaman að ,,spjalla" við hana. Ástrós fannst þetta mjög góð afmælisgjöf til sín að hitta stóru systur sína á msn inu en Ástrós er 11 ára í dag.

 400px-Semeru_Bromo_Temple

 

 

 

 

 

 

 

 

Dröfn og vinkona hennar hún Sara  Kristín eru núna staddar í Denpasar á Bali í Indonesiu. Þær eru á miklum túristastað þar sem aðallega er hvítt fólk. Mikil viðbrigði því þar sem þær hafa verið undanfarnar vikur sést varla þessi hvíti húðlitur.

aa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það tók þær tvo daga að ferðast í rútu frá Yogyakarta til Denpasar. Inni í því var ferja yfir til Bali. Á leiðinni fóru þær upp á hálendi austur Jövu og gengu upp á virkt eldfjall sem heitir Bromo. Þær fylgdust meðal annars með sólarupprás en útsýnið þaðan er víst frábært. Upp úr eldfjallagígnum kom reglulega reykmökkur þannig að þær næstum blinduðust og köfnuðu. Vonandi er þessi lýsing Drafnar aðeins ýkt. Annars veit maður aldrei eftir svaðilför hennar í frumskógi Sumötru

Dröfn var áðan á brimbretti og þótti það ekki leiðinlegt. Hún er búin að jafna sig ágætlega á matareitruninni en útbrotin eru að minnka og magapínan fór fljótt.

a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dröfn og Sara Kristín  ætla síðan að halda áfram að ferðast austur á boginn næstu daga en á þessum slóðum eru margar eyjar sem skemmtilegt er að skoða. Eftir viku eða svo munu þær svo fljúga til baka til Jakarta til ,, fjölskyldu " Söru.

 aaa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frásagnir af ferðalagi Drafnar og Söru Kristínar má finna á heimasíðum þeirra; http://www.dh.is/drofn/ og http://www.sara.is/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband